- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hver unglingur þarf að greiða 600 þúsund til að leika fyrir Ísland á HM

Leikmenn U19 ára landsliðsins á EM í fyrra fagna þátttökurétti á HM í sumar. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Hver leikmaður U18 og U20 ára landsliða kvenna sem tekur þátt í heimsmeistaramótunum í handknattleik í sumar verður að reiða fram 600 þúsund krónum til að greiða fyrir þátttökuna. Heimsmeistaramót 20 ára landsliða fer fram í Skopje í Norður Makedóníu frá 19. júní til 30. júní. Átján ára landsliðið fer til Kína í ágúst. Forráðamenn leikmanna og stúlkurnar sjálfar verða að hafa allar klær úti til þess að safna fyrir ferðunum.

„Þegar þannig er komið að forráðamenn og foreldrar verða að taka á sig stórt högg til þess að eiga börn í landsliðum, ekki bara í handbolta heldur öllum íþróttagreinum, þá er eitthvað vitlaust gefið. Það er alveg ljóst,” segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ í samtali við handbolta.is.

25 þúsund á dag

Sem dæmi má nefna að mótshaldari HM kvenna 20 ára landsliða kvenna innheimtir 170 evrur á dag fyrir hvern þátttakanda í kostnað við gistingu, mat og ferðir á milli hótela og keppnisstaða. Þá á eftir að greiða fyrir flug á móttsstað og heim aftur og annan tilfallandi kostnað. 170 evrur eru jafnvirði ríflega 25 þúsund króna. Mótið stendur yfir í nærri tvær vikur.

Útlit er fyrir að kostaður hvers leikmanns í U18 og U20 ára landsliðum karla, sem taka þátt í EM pilta í sumar verði lítið eitt lægri en hjá stúlkunum. Staðfestur kostnaður hefur ekki borist enn frá Handknattleikssambandi Evrópu, að sögn Róberts Geirs.

Skiptir engu máli hversu mörg liðinu eru

Róbert Geir segir litla styrki vera að fá frá afrekssjóði vegna þátttökunnar til að greiða niður kostnaðinn vegna yngri landsliðanna. Hann segir ennfremur engu máli skipti hvort sambandið sé með eitt lið eða sex í lokakeppni stórmóta á árinu. Styrkir afrekssjóðs ÍSÍ hækki ekki. Því miður hefur HSÍ ekki úr sjóðum að ráða til þess að greiða niður kostnað við þátttöku ungmennlandsliðanna. Þar af leiðandi eru það heimili barnanna sem taka kostnaðinn á sig sem er úti hött þegar um landslið sé að ræða. Ekki síst þegar upphæðirnar skipta mörgum hundruðum þúsunda.

Sjá einnig: Galið fyrir land eins og Ísland

Hegnt fyrir góðan árangur

„Styrkjakerfið er þannig uppbyggt að sambönd sem eiga mörg lið inn á stórmótum er beinlínis hegnt fyrir það. Margföldunaráhrifin eru engin því um leið og eitt landslið er komið inn á stórmót þá fylllir sambandið kvótann. Það fæst ekkert aukalega sem nokkru nemur fyrir næstu lið. Þetta gerir stöðuna mjög erfiða eins og hjá okkur sem erum bæði A-landsliðs karla og kvenna inni á stórmótum auk fjögurra yngri landsliðs, 18 og 20 ára karla og kvenna.

Ofan á annað þá er miklar kostnaðarhækkanir á milli ára, sem nema tugum prósenta á milli ára. Meðan tekjurnar hækka ekki þá þyngist rekstur sambandsins sem aftur leiðir til þess að við getum ekki greitt kostnað yngri landsliðanna eins mikið niður og við höfum gert undanfarin ár sem aftur gerir að verkum að stór reikningur fellur á iðkendur sem á ekki að eiga sér stað hér á landi,” segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ.

Lengra hljóðritað viðtal við Róbert er finna hér.

Sjá einnig:

U18 ára landsliðið mætir andstæðingum frá EM í fyrra á HM í sumar

U20 ára landsliðið með heimaliðinu og Afríkumeisturunum í riðli á HM

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -