- Auglýsing -

Hverjir hreppa sætin þrjú sem eftir standa?

Stórskyttan Ana Gros er komin heim til Sloveníu og leikur með Krim út keppnistímabilið. Hún gæti reynst Krim dýrmætt vopn gegn Evrópumeisturnum. Mynd/EPA

Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefjast um helgina þegar sex lið berjast um þrjú sæti sem eru í boði í Final4 úrslitahelginni í Búdapest. CSM og Esbjerg mæstast í leik sem EHF kallar leik vikunnar. Um er að ræða þriðju viðureign þessara liða á leiktíðinni en liðin voru saman í riðli á fyrsta stigi keppninnar. Þá krækti danska liðið í einn sigur og jafntefli.


Ríkjandi meistarar, Vipers frá Kristiansand í Noregi, mæta Krim frá Slóveníu. Liðin áttust einnig við í riðlakeppninni þar sem að norska liðið sigraði báðar viðureignirnar. Krim hefur síðan fengið góðan liðsstyrk síðan þá í stórskyttunni Önu Gros. Gros kvaddi CSKA Moskvu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ljóst er að mikið mun mæða á Gros í leikjunum tveimur.

Brest og Györ mætast í þriðju og síðustu viðureigninni. Liðin áttust við í undanúrslitum Final4 á síðustu leiktíð. Ungverska liðið tapaði í vítakeppni og eru leikmenn Györ staðráðnir í því að hefna fyrir ófarirnar.

Fjórða viðureignin átti að vera á milli Metz og Rostov-Don. Franska liðinu var dæmdur sigur, 20:0, eftir að Rostov Don var vísað úr keppni en félagið er rússneskt.

Leikir helgarinnar

Brest – Györ | Laugardagur kl.16.00 | Beint á EHFTV.com

 • Liðin mættust í undanúrslitum í fyrra þar sem staðan var 23-23 eftir venjulegan leiktíma. Franska liðið vann í vítakeppnina, 4-2.
 • Brest hafnaði í fjórða sæti í A-riðli á þessari leiktíð en vann danska meistaraliðið Odense samanlagt 53-51 í útsláttarkeppninni.
 • Györ fékk sæti beint í 8-liða úrslitum eftir að hafa unnið B-riðilinn, Györ hlaut 26 stig í riðlakeppninni, sex stigum meira en Vipers sem hafnaði í öðru sæti.
 • Ungverska stórliðið náði að vinna 13 leiki í röð á þessari leiktíð þar til að það tapaði fyrir Vipers, 30-29, í síðustu umferð riðlakeppninnar.
 • Györ verður án tveggja öflugra leikmanna í dag. Silje Solberg markvörður liðsins er meidd og þá tilkynnti Kari Brattset Dale á dögunum að hún væri ólétt.

Krim – Vipers | Sunnudagur kl 12.00 | Beint á EHFTV.com

 • Krim eru komið aftur á meðal átta bestu liða í fyrsta sinn frá tímabilinu 2012/20213. Krim vann keppnina tímabilið 2000/01 og aftur 2002/03. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.
 • Liðin hafa mæst átta sinnum áður í Evrópukeppninni. Vipers hefur unnið sjö leiki og Krim einn.
 • Vipers vann báða leiki liðanna í riðlakeppninni á þessari leiktíð, 37-20 og 27-26.
 • Norska liðið hafnaði í öðru sæti B-riðils og fékk sæti beint í 8-liða úrslitum. Krim varð í sjötta sæti riðilsins og þurfti að leika við FTC í útsláttarkeppninni og vann samanlagt, 55-52.
 • Ana Gros, sem gekk til liðs við Krim frá CSKA í mars, skoraði 17 mörk af 55 mörkum liðsins gegn FTC. Hún er næst markahæst í Meistaradeildinni með 88 mörk.
 • Nora Mörk leikmaður Vipers er fjórða markahæst í Meistaradeildinni með 86 mörk.

CSM – Esbjerg | Sunnudagur 1.maí | Beint á EHFTV.com

 • Esbjerg vonast til að komast í fyrsta sinn á Final4 úrslitahelgina en CSM hefur hins vegar ekki komist þangað frá tímabilinu 2017/18.
 • Liðin hafa mæst átta sinnum áður. CSM hefur unnið fimm leiki, Esbjerg tvo og einu sinni hefur orðið jafntefli.
 • Danska liðið hafði betur á þessari leiktíð þegar liðin mættust í riðlakeppninni. Esbjerg vann með eins marks mun, 22-21, á heimavelli. Liðin gerðu svo jafntefli í Búkarest.
 • Esbjerg varð í fyrsta sæti í A-riðlinum og fékk því sæti beint í 8-liða úrslitunum. CSM slapp líka við að spila í útsláttarkeppninni vegna þess að CSKA Moskvu var vikið úr keppni. CSM átti að mæta CSKA í 1. umferð útsláttarkeppninnar.
 • Cristina Neagu stórskytta rúmenska liðsins er markahæst í Meistaradeildinni með 94 mörk. Henny Ella Reistad er markahæst hjá Esbjerg með 77 mörk.
 • Rúmenska liðið fékk á dögunum góðan liðsstyrk þegar að hin brasilíska Eduarda Amorim gekk til liðs við félagið frá Rostov Don. Amorim hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum með ungverska stórliðinu Györ.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -