- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hverjir mætast í Búdapest?

Linn Jörum Sulland leikmaður Vipers og samherjum hennar bíður erfitt verkefni í Rússlandi um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það skýrist um helgina hvaða lið það verða sem koma til með að komast í úrslitahelgina, Final4, í Meistaradeld kvenna sem haldin verður í Búdapest í lok næsta mánaðar. Þrír af fimm leikjum helgarinnar fara fram í Rússlandi þar sem að Rostov-Don og Vipers frá Noregi spila tvisvar. Þá vonast CSKA eftir því að snúa við taflinu frá því í fyrri leiknum gegn rúmenska liðinu CSM þar sem þær rússnesku töpuðu með fimm mörkum.


Í hinum tveimur viðureignunum verður að teljast líklegt að Györ og Brest komist áfram eftir að þau unnu stóra sigra um síðustu helgi. Hægt er að fylgjast með öllum þessum leikum í beinni útsendingu og án endurgjalds á EHFTV.


Vipers – Rostov-Don | laugardagur 10. apríl kl. 12.
Rostov-Don – Vipers | sunnudagur 11. apríl kl. 12.

 • Vegna sóttvarnarreglna í Noregi komust félögin að samkomulagi að spila báða leikina í Rússlandi.
 • Þessi lið mættust einnig í riðlakeppninni þar sem að Rostov vann nauman eins marks sigur í fyrri leiknum 24-23 en seinni leiknum var aflýst vegna Covid.
  Rostov fór þægilega í gegnum leikina við Podravka í 16-liða úrslitunum, samanlagt 77-41. Vipers þurfti að hafa meira fyrir því að komast áfram eftir baráttu við danska liðið Odense. Vipers vann samanlagt 65:62.
 • Meiðsli hjá leikmönnum rússneska liðsins. Vinsti hornamaðurinn Polina Kuznetsova meiddist illa á öxl á dögunum og þá er Kristina Kozhokar einnig meidd.
 • Reynsluboltarnir Heidi Löke og Nora Mørk eru orðnar leikfærar á nýjan leik eftir meiðsli. Endurkoma þeirra á án efa eftir að vega þungt í þessum leikjum.

CSKA – CSM Búkaresti | sunnudagur 11. apríl kl 14 – (27-32).

 • CSM stendur betur að vígi eftir fyrri leikinn þar sem liðið lék virkilega vel og uppskar sex marka sigur á heimavelli.
 • Olga Akopian stýrir CSKA í annað sinn en hún tók nýverið við þjálfun rússneska liðsins eftir að Jan Leslie var fyrirvaralaust sagt upp um miðjan mars.
 • Leikmenn CSKA þekkja það að þurfa að vinna upp fimm marka tap eftir fyrri leik en þeir voru í sömu stöðu í 16-liða úrslitum gegn Krim. Þá tapaði CSKA fyrri leiknum 25-20 en gerði sér lítið fyrir og vann þann síðari með sex marka mun, 27-21, á heimavelli.
 • Cristina Neagu stórskytta CSM skoraði sex mörk í fyrri leiknum og er þar með komin með 106 mörk í Meistaradeildinni í vetur. Hún er átta mörkum á eftir Öna Gros leikmanni Brest sem er markahæst.
 • Enginn leikmanna CSKA er á meðal 10 markahæstu leikmanna Meistaradeildarinnar. Ekaterina Ilina er markahæsti leikmaður liðsins með 65 mörk.

Györ – Buducnost | laugardagur 10. apríl kl. 16 – (30-19).

 • Ellefu marka sigur Györ um síðustu helgi er stærsti sigur liðsins á Buducnost í sögunni. Stærsti sigur Buducnost gegn ungverska liðinu til þessa er 25-22 á tímabilinu 2015/16.
 • Ungverska liðið er enn ósigrað í 54 leikjum og hefur ekki tapað leik frá því í janúar 2018.
 • Györ er með eitt besta sóknarlið Meistaradeildarinnar. Liðið hefur skorað 32,7 mörk að meðaltali í vetur. Buducnost hefur hins vegar verið eitt af slökustu sóknarliðunum og hefur aðeins skorað 25,4 mörk að meðaltali í vetur.
 • Þetta verður síðasti Evrópuleikur sem hin brasilíska Eduarda Amorim spilar í Audi Arena í Györ. Hún hefur ákveðið að yfirgefa ungverska liðið í sumar eftir 12 ára dvöl.
 • Györ hefur unnið níu síðustu leiki þessara liða. Þar á meðal eru leikir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árin 2016 og 2017 og leikir í 8-liða úrslitunum tímabilið 2017/18.

Metz – Brest | laugardagur 10. apríl kl 14 – (24-34).

 • Síðustu fimm tímabil hefur Metz unnið Brest fjórum sinnum með meira en tíu marka mun en hefur hins vegar tapað síðustu fjórum viðureignum þessara liða.
 • Ana Gros var fyrrverandi liðsfélögum sínum í Metz erfið í fyrri leiknum um síðustu helgi. Hún skoraði 10 mörk fyrir Brest. Gros er einnig markahæst í Meistaradeildinni með 114 mörk.
 • Brest hefur aðeins tapað einum af síðustu sjö leikjum þeirra í Meistaradeildinni, gegn Valcea, 10-0. Liðinu var dæmdur ósigur eftir að það komst ekki til leiksins vegna veðurs.
 • Komist Brest í Final4 þá verður það besti árangur liðsins í Meistaradeildinni undir stjórn þjálfarans Laurent Bezeau. Hann hættir þjálfun liðsins eftir að hafa stýrt því í átta ár.
 • Engu liði hefur tekist að snúa við 10 marka mun eftir fyrri leik í 8-liða úslitum í sögu Meistaradeildarinnar og komast áfram í Final4.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -