- Auglýsing -
Eins og áður hefur komið fram verður úrslitaleikurinn á Evrópumóti kvenna í handknattleik sá síðasti hjá norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum norska landsliðsins frá 2001 þegar Þórir var ráðinn aðstoðarþjálfari. Hann tók við sem aðalþjálfari í ársbyrjun 2009.
Alls eru stórmót Þóris orðin 30, EM, HM og Ólympíuleikar. Þar af 20 mót sem aðalþjálfari. Frá 2009 er árangurinn þessi á stórmótum:
Gullverðlaun: 10 (EMx5, HMx3, ÓL2).
Sifurverðlaun: 3 (1xEM, HM2).
Bronsverðlaun: 3 (HMx1, ÓLx2).
Fjórða sæti: 1 (HM2019).
Fimmta sæti: 2 (HM2013, EM2018).
- Sautjándu verðlaunin bætast í safnið í kvöld, annað hvort 11. gullið eða fjórðu silfurverðlaunin.
- Auglýsing -