- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Í eins leiks bann og annað mál bíður – spjald dregið til baka

Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Jónatan Þór Magnússon þjálfari karlaliðs KA í handknattleik var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ á þriðjudaginn en úrskurðurinn var birtur í gær. Jónatan Þór má þar af leiðandi ekki stýra KA-liðinu gegn Selfoss í KA-heimilinu í 17. umferð Olísdeildar karla á sunnudaginn.


Jónatan Þór fékk útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik KA og Aftureldingar í Powerade bikar karla í KA-heimilinu í síðustu viku, eins og segir í úrskurðinum. Eftir því sem næst verður komist mun Jónatan Þór hafa verið óánægður með frammistöðu dómara leiksins og látið þá skoðun sína í ljós við þá að leikslokum.

Ummæli til skoðunar

Þessu til viðbótar hefur aganefnd til skoðunar erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna ummæla Jónatans Þór í viðtali við RÚV og handbolti.is sagði frá á dögunum. Afgreiðslu var frestað um á fundi aganefndar meðan beðið er greinargerðar frá KA.

Rangur dómur

Rautt spjald sem Ólöf María Sveinsdóttir leikmaður ÍBV fékk í leik við Selfoss í Olísdeild kvenna á síðasta föstudag var dregið til baka af dómurum leiksins. Eftir á að hyggja var það mat dómaranna að dómur þeirra hafi verið rangur.

Sleppa með áminningu

Guðjón Baldur Ómarsson, leikmaður Selfoss, og Andri Már Rúnarsson, Haukum, hlutu einnig útilokun með skýrslu í leikjum með liðum sínum í 16. umferð. Brot þeirra þóttu ekki verðskulda leikbann. Guðjón Baldur og Andri Már eru minntir á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -