ÍBV vann Þór með fimm marka mun, 32:27, í síðasta leik liðanna á þessu ári í Olísdeild karla í handknattleik. Leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um var að ræða upphafsleik 15. umferðar deildarinnar. Umferðinni verður framhaldið annað kvöld með fimm leikjum. ÍBV var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14. Þór var aðeins þrisvar sinnum með yfirhöndina í leiknum, 1:0, 2:1, og 4:3.
Bæði lið eru þar með komin í jólaleyfi vegna þess að bæði lið eru fallin úr leik í bikarkeppninni sem leikin verður á föstudaginn.
ÍBV-liðið var sterkara í viðureigninni í Höllinni á Akureyri í dag. Þórsliðinu tókst ekki að fylgja eftir góðum leik sínum gegn Val fyrir nokkrum dögum.
Þór er í næst neðsta sæti með sjö stig. Leikmenn liðsins verða að bíta í skjaldarrendur þegar keppni hefst á ný í Olísdeildinni snemma í febrúar.
ÍBV situr sem stendur í fimmta sæti Olísdeildar með 17 stig eftir 15 leiki. KA er stigi neðar og á viðureign inni gegn HK á heimavelli annað kvöld.
Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 9/5, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Halldór Kristinn Harðarson 5/1, Þórður Tandri Ágústsson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Hákon Ingi Halldórsson 1.
Varin skot: Nikola Radovanovic 10, 28,6% – Patrekur Guðni Þorbergsson 0.
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 12/10, Daníel Þór Ingason 8, Haukur Leó Magnússon 5, Andri Erlingsson 4, Ívar Bessi Viðarsson 2, Anton Frans Sigurðsson 1.
Varin skot: Morgan Goði Garner 10/1, 27%.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.





