ÍBV færðist í dag upp að hlið Gróttu og Fram með níu stig í fjórða til stjötta sæti Olísdeildar karla í handknattleik með öruggum sigri á KA, 36:31, í síðasta leik áttundu umferðar í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. KA-menn sitja áfram í neðsta sæti með fjögur stig, einu stigi á eftir HK og ÍR og tveimur stigum frá Fjölni í níunda sæti.
ÍBV var með yfirhöndina í leiknum frá byrjun til enda. Þriggja marka munur var í hálfleik, 18:15. Leiðir liðanna skildu síðan enn meira í síðari hálfleik.
Dagur Arnarsson lék með ÍBV í dag en hann missti af viðureigninni við Aftureldingu í síðustu umferð. Mikið munaði um endurkomu Dags, ekki síst vegna þess að tveir leikmenn tóku út leikbann, Kristófer Ísak Bárðarson og Sigtryggur Daði Rúnarsson, til viðbótar við að Ísak Rafnsson og Ívar Bessi Viðarsson eru ennþá á sjúkralista.
Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA er ennþá í úr leik vegna sýkingar í hné. Andri Snær Stefánsson stýrði liðinu dag ásamt Guðlaugi Arnarssyni.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 8/4, Gauti Gunnarsson 6, Andri Erlingsson 6, Daniel Esteves Vieira 5, Elís Þór Aðalsteinsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Jason Stefánsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Adam Smári Sigfússon 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 15, 34,1% – Petar Jokanovic 0.
Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 9/2, Ott Varik 5, Arnór Ísak Haddsson 5, Patrekur Stefánsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Dagur Árni Heimisson 3, Jens Bragi Bergþórsson 1, Daði Jónsson 1, Kamil Pedryc 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 11/1, 33,3% – Bruno Bernat 2, 13,3%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.