- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV hafði betur í Gaia og heldur áfram keppni

Sara Dröfn Rikharðsdóttir skoraði fjögur mörk á Madeira í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV er komið áfram í aðra umferð, 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir tap í síðari leiknum við Colegio de Gaia í Portúgal í kvöld, 27:26. Eyjaliðið vann fyrri viðureignina í gær með fjögurra marka mun, 27:23, eftir að hafa skorað sex síðustu mörkin. Liðið mátti því alveg við því að það gæfi aðeins á bátinn í síðari viðureigninni.

Samanlagður sigur, 53:50. Nafn ÍBV verður þar með í pottinum á þriðjudaginn þegar dregið verður í næstu umferð keppninnar.
ÍBV var þremur mörkum undir í hálfleik, 12:9. Leikmenn Colegio de Gaia náðu mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik, 20:15, áður en gagnsókn ÍBV hófst á síðustu 10 mínútunum, eins og í gær.

Mörk ÍBV: Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 6, Sunna Jónsdóttir 5, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Birna María Unnarsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 2, Britney Cots 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzynkowska 11, 33,3%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -