ÍBV varð Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna eftir öruggan sigur á Haukum í úrslitaleik að Varmá í dag, 32:29. ÍBV var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12, og hafði tök á leiknum frá byrjun til enda. Haukaliðið barðist hinsvegar af krafti, lagði aldrei árar í bát, svo úr varð skemmtilegur leikur þar sem sóknarleikurinn var í öndvegi.
Rósa Kristín Kemp, leikmaður Hauka, var verðskuldað valin leikmaður úrslitaleiksins.
Mörk ÍBV: Þóra Björg Stefánsdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 5, Bríet Ómarsdóttir 5, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Aníta Björk Valgeirsdóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 3, Amelía Dís Einarsdóttir 3, Sunna Daðadóttir 2, Aðalheiður Stella Sæmundsdóttir 1, Katla Arnarsdóttir 1.
Mörk Hauka: Rósa Kristín Kemp 12, Elína Klara Þorkelsdóttir 4, Emilía Katrín Matthíasdóttir 4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 3, Ester Amíra Ægisdóttir 2.