- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV mætir Madeira Andebol annað árið röð

Karolina Olszowa, Amelía Dís Einarsdóttir og Sunna Jónsdóttir leikmenn ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV mætir Madeira Andebol SAD frá portúgölsku eyjunni Madeira annað ári í röð í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var í morgun. Leikirnir eiga að fara fram 11. og 12. nóvember annars vegar og 18. og 19. nóvember hinsvegar, ef leikið verður heima og að heiman. ÍBV á heimaleikjarétt fyrri leikhelgina.

Fimm marka tap

Þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninni í byrjun desember í fyrra fóru báðar viðureignir fram í Funchal Playing Hall á Madeira. Madeira Andebol SAD vann fyrri leikinn, 30:23, en ÍBV hafði betur í þeim síðari, 24:22, og féll úr leik á samanlögðum úrslitum, 52:47.

ÍBV lagði Colegio de Gaia frá Porto í Portúgal í fyrstu umferð keppninnar á síðasta föstudag og laugardag í tveimur leikjum sem fram fóru ytra, samanlagt 53:50.

Eftirtalin lið drógust saman í morgun:
ÍBV – Madeira Andebol SAD / Portúgal.
Sport Lisboa e Benfica / Portúgal – Neistin / Færeyjum.
Hazena Kynzvart / Tékklandi – Westfriesland SEW / Hollandi.
Konyaalti BSK / Tyrklandi – KH-7 BM. Granollers / Spáni.
Ankara Yenimahalle / Tyrklandi – Macc. Haarazim R.G. / Ísrael.
SSD Handball Erice ARL / Ítalíu – ZRK Izola / Slóveníu.
HK Slovan Duslo Sala / Slóvakíu – ZRK Bjelovar / Króatíu.
ORK Rudar / Svartfj. – AESH Pylea Thessaloniki / Grikklandi.
MSK IUVENTA Michalovce / Slóvakíu – KHF Istogu / Kósovó.
ZRK Mlinotest / Slóveníu – HV Herzogenbuchsee / Sviss.
Cabooter HandbaL Venlo / Hollandi – ZRK Krivaja / Bonsíu.
KTSV Eupen / Belgíu – HC Gjorche Petrov / N-Makedóníu.
SSV Brixen Südtirol / Ítalíu – Armada Yalikavaspor / Tyrklandi.
O.F.N. Ionias / Grikklandi – ATTICGO Bm Elche / Spáni.
Swieqi RGF Malta Phoenix / Möltu – Jomi Salerno / Ítalíu.
Rocasa Gran Canaria / Spáni – ŽRK Dugo Selo ’55 / Króatíu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -