- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV og Valur leika báða Evrópuleikina úti

Valsmenn hafa oft haft ástæðu til þess að fagna. Kannski fagna þeir í eftir leikina í Eistlandi í næsta mánuði. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Það er nú ljóst að Íslandsmeistarar ÍBV og Valur leika báða leiki sína í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á útivöllum.

Eyjamenn leika báða leiki sína gegn Red Boys Differdange í Lúxemborg; 14. og 15. október. Leikið verður í Center Sportif í Differdange, sem er suð vestur af borginni Luxemborg, við frönsku landamærin.


Valsmenn leika báða leiki sína gegn Pölva Serviti, frá samnefndum bæ í suð-austurhluta Eistlands. Leikið verður í Mesikäpa-höllinni 14. og 15. október.

Íslenskt lið hefur aldrei áður leikið gegn liði frá Eistlandi í Evrópukeppni

Jón Bjarni Ólafsson og Birgir Már Birgisson í Evrópuleik FH gegn Minsk frá Hvíta-Rússlandi október 2021. Mynd/J.L.Long

100. Evrópuleikur FH

FH-ingar leika sína leiki gegn serbneska liðinu, heima og heiman í sömu keppni. Þeir leika fyrst heima gegn Partizan Belgrad, í Hafnarfirði 14. október, en síðan í Belgrad 21. október. Sá leikur er 100. Evrópuleikur FH, sem lék fyrst í Evrópukeppninni gegn norska liðinu Fredensborg 1965 í Laugardalshöll, 19:15, og síðan aftur í Höllinni, 16:13.

Þess má geta til gamans að Valur lék síðast gegn liði frá Serbíu í Áskorendakeppninni, Challenge Cup, tímabilið 2016-2017 og vann þá báða leikina gegn HC Sloga Pozega 30:27 og 29:26. Króatinn Josip Juric Gric skoraði 14 mörk í fyrri leiknum.  

Afturelding leikur gegn norska liðinu Nærbø í Noregi 15. október, en í Mosfellsbæ 21. október í sömu keppni. Nærbø er frá samnefndum bæ fyrir sunnan Stavanger í vestur-Noregi.

Íslensk lið hafa 30 sinnum leikið gegn norskum liðum í Evrópukeppninni.  Alls hafa sautján íslensk lið leikið 563 leiki í Evrópukeppni síðan Fram lék fyrst gegn Skovbakken í Danmörku 1962. Haukar hafa leikið flesta leiki, eða 118 og síðan koma Valsmenn með 115 leiki. FH rýfur síðan 100 leikja múrinn í Serbíu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -