ÍBV tapar ekki tveimur leikjum í röð á heimavelli. Það undirstrikaði liðið í dag með stórsigri á KA/Þór í síðustu viðureign áttundu umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik, 25:16. Fyrir hálfum mánuði tapaði ÍBV fyrir Fram í Eyjum.
ÍBV situr þar með eitt í þriðja sæti Olísdeildar með 10 stig, fjórum stigum á eftir forystuliðunum Haukum og Val og tveimur stigum ofar en Fram og ÍR. Síðastnefnda liðið lagði Aftureldingu í dag, 24:20, í Mosfellsbæ.
Eftir misjafna leiki upp á síðkastið þá bitu leikmenn ÍBV í skjaldarrendur á heimavelli og byrjuðu leikinn af krafti. Forskotið var sex mörk strax að loknum 30 mínútum, 14:8. Heldur dró meira í sundur með liðunum þegar á leið síðari hálfleiks. Tíu mínútum fyrir leikslok var ÍBV 11 mörkum yfir, 22:11, Sigurður Bragason gat leyft sér að taka Mörtu Wawrzynkowska markvörð af leikvelli í þeirr stöðu og gefa Réka Bognár tækifæri til að láta ljós sitt skína.
KA/Þórsliðið, sem lagði Fram um síðustu helgi, átti ekki möguleika að þessu sinni gegn ÍBV.
Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 8, Amelía Dís Einarsdóttir 4/2, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 4, Elísa Elíasdóttir 3, Karolina Olszowa 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1, Erika Ýr Ómarsdóttir 1, Margrét Björg Castillo 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 13/2, 50% – Réka Edda Bognár 2, 40%.
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 4/2, Isabella Fraga 4, Nathalía Soares Baliana 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11, 34,4% – Sif Hallgrímsdóttir 1, 25%.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Afturelding – ÍR 20:24 (9:10).
Mörk Aftureldingar: Susan Ines Gamboa 5/1, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 13, 37,1%.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 8/4, Anna María Aðalsteinsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 8, 30,8% – Hildur Öder Einarsdóttir 2/2, 100%.