- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍBV vann örugglega í Eyjum

Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, t.v. Mynd/Olísdeildin
- Auglýsing -

ÍBV og Haukar mættust í 2. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV vann leikinn örugglega 29-21.


ÍBV var með þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11, í frekar jöfnum leik, þar sem ÍBV leiddi allan tímann. Haukar urðu fyrir áfalli þegar vinstri handar skytta þeirra, Ingeboerg Furunes, meiddist á hægra hné, snemma í fyrri hálfleik. Við það hægðist á sóknarleik Hauka. Hægri handar skytta kom í hennar stað. Leiðir fóru að skilja eftir 20 mínútna leik þegar ÍBV náði þriggja marka forskoti, 11-8. Í síðari hálfleik tóku Eyjakonur leikinn í sínar hendur. Marta varði allt hvað af tók, m.a. 3 víti og varði í heildina 16 skot. Birna Berg fór með himinskautum og skoraði 14 mörk í leiknum, einkum í þeim fyrri, þar sem hún skoraði 11 mörk. Margrét gerði hvað hún gat í marki Hauka og varði 12 skot. Það var vont fyrir Hauka að missa Ingeboerg út vegna meiðsla snemma í fyrri hálfleik. Vonum að meiðsli hennar séu ekki alvarleg. Haukar gerðu sitt besta í fyrri hálfleik en í þeim seinni fór að draga af þeim.

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 14, Sunna Jónsdóttir 4, Britney Emilie Florianne Cots 2,  Elísa Elíasdóttir 2, Amelía Einarsdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1,Karolina Olszowa 1, Helga Margrét Thorlacius 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1

Varin skot: Marta Wawrzykowska 16 skot/3, 44,4%, Réka Edda Bognár 1, 100%

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2,  Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Ingeboerg Furunes 1, Sara Odden 1

Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12 skot, 30% hlutfallsmarkvarsla

Leikjadagskrá og staðan í Olísdeildum.

Handbolti.is. fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -