- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍH-ingar kunna vel við sig í Krikanum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eftir tap fyrir ungmennaliði Stjörnunnar í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla um síðustu helgi sneru leikmenn ÍH við blaðinu í gærkvöld. Þeir lögðu Víðismenn úr Garði, 35:28, í Kaplakrika í annarri umferð deildarinnar. Hafnarfjarðarliðið var einnig sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:10.


ÍH safnaði að sér mannskap áður en keppni hófst í 2. deild á dögunum. Flestir leikmenn komu til félagsins frá FH, ekki þó markahæsti leikmaður ÍH í gær, Arnar Freyr Ársælsson. Hann var síðast í herbúðum Stjörnunnar en rifaði seglin í sumar. Ari Magnús Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Hann var áður leikmaður FH en lék einnig með Stjörnunni um árabil.

Víðismenn veittu á tíðum harða mótspyrnu í leiknum í Kaplakrika í gærkvöld. Varnarleikur liðsins gekk ekki sem skildi og varð því að falli í annað sinn í þessari viku.

Meðal leikmanna liðsins er markvörðurinn Jacek Kowal sem gerði það m.a. gott með ÍR og Stjörnunni fyrir nokkrum árum og sonur hans Szymon sem var markahæstur í gær. Szymon var síðast með ungmennaliði Hauka á síðustu leiktíð.


Staðan í 2. deild og næstu leikir.

Mörk ÍH: Arnar Freyr Ársælsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 6, Hlynur Jóhannsson 4, Sigurður Karel Bachmann 4, Jóhann Birgir Ingvarsson 4, Gísli Jörgen Gíslason 2, Veigar Snær Sigurðsson 2, Gísli Hafþór Þórðarson 2, Róbert Karl Segatta 1, Eyþór Örn Ólafsson 1, Logi Aronsson 1, Pétur Orri Ingvarsson 1, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1.
Varin skot: Júlíus Freyr Bjarnason 12, Viðar Logi Pétursson 1.

Mörk Víðis: Szymon Kowal 10, Eiður Björgvin Jónsson 7, Orfeus Andreou 6, Mohamed Ali Chagra 3, Maciej Tomasz Putala 1, Stefán Svanberg Kjartansson 1.
Varin skot: Tommy Cuong Vo 8, Jacek Kowal 6.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -