- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ikast vann uppgjör dönsku liðanna í úrslitaleiknum

Leikmenn Ikast fagna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska liðið Ikast Handbold vann í gær Evrópudeild kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt annað danskt félagslið, Nykøbing Falster Håndbold, örugglega í úrslitleik í Graz í Austurríki. Í leiknum um bronsverðlaunin hafði Borussia Dortmund betur gegn þýskum andstæðingi, Thüringer, 28:23.

Ikast var tveimur mörkum undir í hálfleik, 15:13, en sneri leiknum sér í vil á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks og hélt yfirhöndinni eftir það.

Annað árið í röð

Þetta er annað árið í röð sem Ikast vinnur til verðlauna í keppninni. Á síðasta ári varð liðið í þriðja sæti undir heitinu Herning-Ikast. Liðin er 12 ár síðan Ikast vann keppnina síðast. Þá eins og nú vann Ikast danskt lið í úrslitum.

Emma Friis leikmaður Ikast var valin besti leikmaður úrslitahelgar Evrópudeildarinnar í Graz. Hún skoraði 11 mörk í úrslitaleiknum. Ingvild Kristiansen var næst með átta mörk.

Marie Sajka var markahæst hjá Nykøbing Falster með sex mörk. Annika Fríðheim Petersen, markvörður sem lék um árabil með Haukum og er landsliðsmarkvörður Færeyinga, lék í skamman tíma í marki Nykøbing Falster en varði ekki skot.

Sú hollenska átti stórleik

Dortmund-liðið getur fyrst og fremst þakkað hollenska markverðinum Yara Ten Holte fyrir bronsverðlaunin. Hún átti stórleik, varði 24 skot, 53% hlutfallsmarkvarsla.

Emma Olsson fyrrverandi leikmaður Fram skoraði eitt mark fyrir Dortmund í sigrinum á Thüringer í leiknum um þriðja sætið. Anna Lena Hausherr var markahæsti hjá Dortmund með sjö mörk. Annika Lott var atkvæðamest hjá Thüringer með sjö mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -