Inga Dís Axelsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.
„Inga Dís er gríðarlega efnileg vinstri skytta sem steig sín fyrstu skref með meistaraflokki síðasta vetur, en hún var í hóp í 11 leikjum þrátt fyrir að vera enn í 4. flokki.
Það er alltaf gleðiefni að sjá uppalda leikmenn taka skrefin upp tröppurnar,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Selfoss.