- Auglýsing -
Inga Sæland íþróttamálaráðherra verður í stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í handknattleik karla í undanúrslitaleiknum við Dani á Evrópumótinu í handknattleik karla í Jyske Bank Boxen annað kvöld. Samkvæmt upplýsingum handbolta.is er Inga væntanlega til Jótlands á morgun.
Þetta verður annar leikur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu sem Inga mætir á. Hún var einnig á viðureign Íslands og Ungverjalands í Kristianstad 20. janúar. Leikinn vann íslenska landsliðið, 24:23.
- Auglýsing -


