- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR krækir í skyttu frá Svartfjallalandi

- Auglýsing -

Svartfellingurinn Ksenjia Dzaferovic hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá deildinni. Hún ætlar að leika með ÍR-liðinu í Grill66-deild kvenna á næsta keppnistímabili.


Dzaferovic er 21 árs gömul rétthent skytta sem kemur frá Budocnost í heimalandi sínu. Hún getur spilað allar stöður fyrir utan. Dzaferovic lék með ÍBV tímabilið 2019/2020 og skoraði 30 mörk í 18 leikjum í Olísdeildinni auk 117 marka í 17 leikjum með ÍBVU í Grill66-deildinni á sama keppnistímabili.


Dzaferovic lék með yngri landsliðum Svartfjallalands á sínum tíma.

Mikill hugur er í forsvarsmönnum ÍR-liðsins fyrir komandi leiktíð. ÍR-liðið komst í umspil um sæti í Olísdeildinni í vor en tapaði naumlega fyrir Gróttu í undanúrslitum eftir oddaleik. Jakob Lárusson tók nýverið við þjálfun ÍR af Finnboga Grétari Sigurbjörnssyni eins og handbolti.is hefur greint frá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -