Ísabella Sól Huginsdóttir tryggði Aftureldingu sigur á Víkingi í æsispennandi leik liðanna á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 23:22. Ísabella sól skoraði sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok. Afturelding var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11.
Síðari hálfleikur var hnífjafn og spennandi. Hreint ómögulegt hefði verið að veðja á hvorum megin sigurinn myndi hafna, jafnvel þótt Víkingar hafi verið einum leikmanni færri síðustu tvær mínúturnar.
Mörk Víkings: Valgerður Elín Snorradóttir 10, Auður Brynja Sölvadóttir 4, Hildur Guðjónsdóttir 3, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Elín Ása Einarsdóttir 1, Mattý Rós Birgisdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1.
Varin skot: Þyri Erla L Sigurðardóttir 4, Sara Sæmundsdóttir 1.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 11, Ísabella Sól Huginsdóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Susan Ines Gamboa 3, Drífa Garðarsdóttir 2, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 9, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3.