Íslenska landsliðið er eitt sextán landsliða sem þegar hefur tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Danmmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar á næsta ári.
Verður þetta 14. Evrópumótið í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í en Ísland hefur verið á öllu mótum frá og með EM 2000 sem fram fór í Króatíu.
Landslið Georgíu, sem íslenska landsliðið mætir í Laugardalshöll í dag klukkan 16, er einnig komið með farseðil á Evrópumótið. Er það annað mótið í röð sem Georgía tekur þátt í.
Landslið Íslands, Króatíu og Slóveníu eru einu landsliðin sem hafa unnið alla fimm leiki sína í undankeppninni fyrir lokaumferðina
Auk Íslands og Georgíu eru efirtaldar 14 þjóðir komnar inn á EM 2026:
- Danmörk, Noregur, Svíþjóð sem gestgjafar.
- Frakklandi, Evrópumeistari 2024.
- Slóvenía, Ungverjaland, Svartfjallaland, Spánn, Króatía, Tékkland, Færeyjar, Holland, Þýskaland, Portúgal.
- Átta farseðlum er enn óráðstafað. Þeir bíða lokaumferðarinnar í dag.
- Dregið verður í riðla lokakeppninnar í Herning á Jótlandi fimmtudaginn 15. maí.
- Handknattleikssamband Evrópu tilkynnir væntanlega á morgun hvernig liðunum 24 verður raðað í styrkleikaflokka.
- Víst er að íslenska landsliðið verður í riðli sem leikinn verður í Kristianstad. Leikdagar: 16., 18. og 20. janúar.
- Efstu liðin í riðlinum taka þátt í milliriðlakeppni sem leikinn verður í Malmö, 23., 25., 27. og 28. janúar.
Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja og staðan
A-landslið karla – fréttasíða.