- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland hefur undankeppni EM2022 í Eskilstuna

Lovísa Thompson, Eva Björk Davíðsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir landsliðskonur fagna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrsti leikur kvennalandsliðsins í handknattleik í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik 2022 verður gegn sænska landsliðinu í Stiga Sports Arena i Eskilstuna 7. okótber. Frá þessu greinir sænska handknattleikssambandið en sænska landsliðið býr sig nú af krafti undir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast síðar í þessu mánuði.


Dregið var í riðla í lok mars og hafnaði íslenska landsliðið í riðli með landsliðum Tyrkja og Serba auk þess sænska.


Fyrsti leikurinn verður semsagt í Eskilstuna 7. október og sá næsti þremur dögum síðar gegn Serbum í Schenkerhöllinni á Ásvöllum samkvæmt leikjaáætlun á vef Handknattleikssambands Evrópu.


Næstu tveir leikir þar á eftir verða háðir 2. og 6. mars, við Tyrki að heiman og heima. Síðustu tvær viðureignirnar eru ráðgerðar 20. apríl heima á móti Svíum og þremur dögum síðar við Serba á útivelli.


Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í lokakeppni EM 2022 sem fram fer í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svarfjallalandi í nóvember 2022. Það verður síðasta 16 liða Evrópumótið í kvennaflokki. Frá og með EM 2024 verður þátttökuþjóðum fjölgað í 24 eins og í karlaflokki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -