Íslenska landsliðið dróst í ágætan riðil í dag þegar dregið var í riðla heimsmeistaramóts 19 ára landsliða karla í handknattleik. Mótið fer fram í í fjórum keppnishöllum í Kaíró í Egyptalandi frá 6. til 17. ágúst í sumar.
Ísland var í efsta styrkleikaflokki og dróst í riðil með Brasilíu, Gíneu og Sádi Arabíu í sannkallaðan fjögurra heimsálfu riðil. Tvö efstu liðin komast áfram í hóp sextán efstu liða en tvö þau neðri leika um sæti 17 til 32.
Alls taka 32 landslið þátt í HM og voru þau dregin í átta riðla.
Riðlaskipting:
A-riðill: Svíþjóð, Portúgal, Kúveit, Austurríki.
B-riðill: Ungverjaland, Sviss, Marokkó, Kósovó.
C-riðill: Serbía, Spánn, Króatía, Alsír.
D-riðill: Ísland, Brasilía, Gínea, Sádi Arabía.
E-riðill: Þýskaland, Slóvenía, Úrúgvæ, Færeyjar.
F-riðill: Noregur, Frakkland, Argentína, óvíst hvaða þjóð.
G-riðill: Egyptaland, Japan, Suður Kórea, Barein.
H-riðill: Danmörk, Túnis, Tékkland, Bandaríkin.