Evrópumótið í handknattleik karla fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og hefst um miðjan mánuðinn. Engan skyldi undra að meðal þeirra leikmanna sem taka munu þátt á mótinu koma flestir úr sterkustu deild heims, þýsku 1. deildinni.
Alls eru 106 leikmenn úr liðunum 18 sem skipa deildina á leiðinni á mótið, þar af 11 leikmenn íslenska landsliðsins. Þetta kemur fram í samantekt Handball World.
13 frá Evrópumeisturunum
Flestir koma úr röðum Evrópumeistara og Íslendingaliðs Magdeburgar, alls 13. Með liðinu leika Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn Jónsson. Skammt undan eru Þýskalandsmeistarar Füchse Berlín með tólf leikmenn.
Yfirlit yfir þýsku liðin, þann fjölda leikmanna sem halda senn á Evrópumótið í hverju þeirra og upptalningu á íslenskum leikmönnum liðanna má lesa hér fyrir neðan.
SC Magdeburg: 13 – Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn Jónsson.
Füchse Berlín: 12.
THW Kiel: 11.
Vfl Gummersbach: 10 – Elliði Snær Viðarsson, Teitur Örn Einarsson.
SG Flensburg-Handewitt: 9.
TVB Stuttgart: 7.
TBV Lemgo Lippe: 6.
Rhein-Neckar Löwen: 6 – Haukur Þrastarson.
MT Melsungen: 5 – Arnar Freyr Arnarsson.
TSV Hannover-Burgdorf: 5.
HSV Hamburg: 5 – Einar Þorsteinn Ólafsson.
SC DHfK Leipzig: 5.
HC Erlangen: 3 – Viggó Kristjánsson, Andri Már Rúnarsson.
Frisch Auf Göppingen: 2 – Ýmir Örn Gíslason.
ThSV Eisenach: 2.
HSG Wetzlar: 2.
Bergischer HC: 1.
GWD Minden: 1.




