- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar munu streyma til Svíþjóðar á HM

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Útlit er fyrir að gríðarlegur áhugi verði fyrir íslenska landsliðinu í handknattleik karla á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð í næsta mánuði. Stefnir í að þúsundir Íslendinga streymi til Svíþjóðar til þess að standa á bak við íslenska landsliðið sem þykir afar líklegt til stórafreka á mótinu.

Gríðarleg eftirspurn

„Við höfum í raun og veru aldrei lent í öðru eins. Eftirspurnin er gríðarleg,” segir Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ í samtali við RÚV í dag.


Kjartan segir að Icelandair hafi þegar selt í þrjár hópferðir og að aðgöngumiðar sem HSÍ lét taka frá í riðlakeppnina í Kristianstad og í milliriðlakeppnina í Gautaborg hafi selst eins og heitar lummur með hunangi.

Hulunni verður svift af á Þorláksmessu.

Þúsund Íslendingar í Gautaborg

Vitað er að 500 til 750 Íslendingar hafa keypt miða á leikina þrjá í riðlakeppninni í Kristianstad gegn Portúgal, Ungverjalandi og Suður Kóreu. Enn fleiri, alltént 1.000, hafi þegar orðið sér úti um aðgöngumiða á tvo síðustu leikina í milliriðlakeppninni í Gautaborg.

Frétt RÚV.

„Þetta hefur aldrei verið svona áður,” segir Kjartan við RÚV og þakkar sínu sæla fyrir að þurfa ekki ekki að taka nema þriggja daga frí frá vinnu um jólin. Slíkar eru annirnar.

Sprenging í treyjusölu

Ef miðasalan á HM hefur slegið fyrri met þá er óhætt að segja að sala á nýju landsliðspeysunni hafi valdið sprenginu. Hún hefur ekki staðið við í hillunum í geymslum HSÍ enda eftisótt jólagjöf fyrir allt handboltaáhugafólk, hvort sem það fer á HM í Svíþjóð eða situr heima við viðtæki sín.

Vefverslun HSÍ.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -