Þriðju gullverðlaunin til Íslands eru í höfn á Norden Cup-handknattleiksmótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Lið Selfoss í 4. flokki karla hreppti gullið eftir öruggan sigur á Kungälvs HK, 30:21, í úrslitaleik. Kungälvs HK er öflugt lið sem lagði FH í úrslitaleik þessa aldursflokks fyrir ári. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Selfossi vinnur gullverðlaun Norden Cup sem er óopinbert Norðurlandamót félagsliða.
Eftir aðeins fjórar mínútur í úrslitaleiknum meiddist Gabríel Fannar Ólafsson og fór þá að reyna á ekki svo fjölmennan hóp varamanna Selfossliðsins. Strákarnir héldu dampi og voru yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik fékk örvhenta skytta Svíanna rautt spjald eftir klaufalegt brot. Í kjölfarið greip um sig örvænting meðal leikmanna Kungälvs HK. Leikmenn Selfoss nýttu sér það til þess að gera út um viðureignina.
Uppfært: Stjarnan hafnaði í sjötta sæti í 4. flokki karla:


