U19 ára landslið Íslands í handknattleik karla mætir landsliði Norður Makedóníu í undanúrslitum Sparkassen cup mótsins í Merzig í Þýskalandi. Íslensku piltarnir unnu allar þrjár viðureignir sína í A-riðli mótsins, þá síðustu í kvöld er úrvalslið Saarlands lá í valnum, 24:18.
Leikur Íslands og Norður Makedóníu hefst klukkan 11.30 á morgun, fimmtudag. Sigurliðið leikur til úrslita á mótinu síðar um daginn. Í viðureign undanúrslitanna mætast landslið Egyptalands og Þýskalands. Þýska liðið er með fullt hús stiga eins og það íslenska.
Íslenska liðið var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:6, gegn úrvalsliði Saarlands í kvöld. Munurinn var minnstur fjögur mörk í síðari hálfleik en sigurinn var aldrei í hættu.
Mörk Íslands: Össur Haraldsson 5, Sæþór Atlason 4, Atli Steinn Arnarson 4, Birkir Snær Steinsson 2, Elmar Erlingsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Daníel Örn Guðmundsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 11, Ísak Steinsson 5.
Mögulegt verður að fylgjast með viðureign Íslands og Norður Makedóníu gegn vægu gjaldi á eftirfarandi slóð: https://solidsport.com/sparkassencup-merzig