- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jafnt þegar Íslendingalið mættust á öðrum degi jóla

Ólafur Andrés Guðmundsson er einn Íslendinga hjá HF Karlskrona. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Malte Celander tryggði sænsku meisturunum IK Sävehof annað stigið á heimavelli í dag þegar liðið fékk HF Karlskrona í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla, 35:35. Fyrrgreindur leikmaður jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok. Reyndist það jafnframt vera síðasta mark leiksins.

Ákafar tilraunir leikmanna beggja liða til þess að skora á þeim tíma sem eftir var reyndust ekki bera árangur.


Tryggvi Þórisson lék ekki með IK Sävehof fremur en í síðustu leikjum. Færeyingurinn Óli Mittún skoraði sjö mörk og landi hans og línumaðurinn hrausti, Ísak Vedelsbøl, skoraði þrisvar sinnum.

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir HF Karlskrona úr tveimur skotum. Honum var einnig vikið af leikvelli í tvígang, í tvær mínútur í hvort skiptið. Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði ekki mark fyrir Karlskrona. Þorgils Jón Svölu Baldursson er meiddur eins og handbolti.is sagði frá á dögunum.

Phil Döhler, fyrrverandi markvörður FH, náði sér ekki á strik í marki HF Karlskrona. Hann varði ekkert af 10 skotum sem komu á markið meðan hann stóð vaktina. Döhler var þar af leiðandi kallaður af leikvelli. Uros Tomic fékk að spreyta sig en var ekki heldur í stuði.


HF Karlskrona er í öðru sæti eftir leikinn með 22 stig að loknum 17 leikjum. Það gæti orðið skammvinn gleði því nágrannaliðið IFK Kristianstad á leik síðdegis og fer upp í annað sæti með sigri. IK Sävehof situr í fjórða sæti með 20 stig, fimm stigum og tveimur leikjum á eftir Ystads IF sem trónir á toppnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -