„Ég lít bjartsýn til baka á þennan leik. Mér fannst þetta vera jákvæður og góður leikur þótt við værum aðeins og lengi í gang,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Fram í samtali við handbolta.is eftir níu marka sigur liðsins á Gróttu í 10. umferð Olísdeild kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í dag, 31:22.
„Við spiluðum varnarleikinn frábærlega og Ethel Gyða frábær í rammanum. Darija kom sterk inn fyrir Ethel. Mér fannst við gera margt mjög vel þótt nýtingin hefði mátt vera aðeins betri í fyrri hálfleik,“ sagði Rakel Dögg en með sigrinum treysti Fram stöðu sína í öðru sæti Olísdeildar.
Framundan er stórleikur hjá Fram á miðvikudaginn gegn Íslandsmeisturum Vals.
Nánar er rætt við Rakel Dögg á myndskeiði hér fyrir neðan.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.