- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Janus Daði mætti ekki á æfingu hjá Kolstad

Janus Daði Smárason landsliðsmaður og leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Margt bendir til þess að Janus Daði Smárason sé á förum frá norska meistaraliðinu Kolstad. Í frétt á vef TV2 í Noregi í segir að Selfyssingurinn hafi ekki mætt í morgun þegar liðið kom saman til fyrstu æfingar eftir sumarleyfi. Christian Berge þjálfari Kolstad staðfestir að ekki hafi allir leikmenn liðsins „stimplað sig inn“ án þess að tiltaka hver eða hverjir það eru.

Uppfært klukkan 15.30:
Á vef norska blaðsins VG segir að Janus Daði hafi svarað SMS skilaboðum blaðsins og sagt að hann ætli ekki að tjá sig um málið í vikunni.

Haft er eftir Jostein Sivertsen, sem sér um daglegan rekstur Kolstad, í sömu frétt VG að hann búist við Janusi Daða á æfingu á morgun.

Samkvæmt frétt TV2 virðist sem Janus Daði liggi undir feldi. Hann var sterklega orðaður við Evrópumeistara SC Magdeburg í gær. TV2 segir hafa heimildir fyrir að svo kunni að fara að Janus Daði gangi til liðs við félagið vísar eins og og fleiri gerðu í gær, þ.e. í instagram-síðuna, rthandball.

Ekki minnst á Sigvalda

Ekki var minnst á Sigvalda Björn Guðjónsson, hinn Íslendinginn og landsliðsmanninn í herbúðum Kolstad hafi vantað í hópinn í morgun.

Kolstad er í fjárhagskröggum og hefur óskað eftir að leikmenn taki á sig verulega launalækkun. Berge segir í viðtalinu við TV2 að hann vilji áfram taka þátt í verkefninu og hafi þar afleiðandi samþykkt að laun sín verði lækkuð. Berge segist ennfremur virða það ef einhverjir leikmenn félagsins sætti sig ekki við ástandið og vilji róa á ný mið. Staðan í leikmannamálum muni skýrist á næstu dögum.

Nefnt hefur verið félagið hafi óskað eftir lækkun launa verði 30% fyrir komandi tímabil.

Bítur í súra eplið

Ekki er ljóst hversu margir leikmenn ætla að taka á sig launalækkun. Sandor Sagosen helsta handknattleiksstjarna Norðmanna í karlaflokki, virðist ætla að bíta í súra eplið. Hann gekk formlega til liðs við félagið um síðustu mánaðamót. Eftir Sagosen er haft að hann hafi trú á Kolstad-verkefninu þótt róðurinn sé þungur um þessar mundir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -