- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Janus Daði, Ómar Ingi og Gísli Þorgeir hittu íslensku krakkana – myndir

Janus Daði Smárason t.h. ásamt einum þeirra sem dvelur í Handboltaskólanum í Þýskalandi þessa dagana. Mynd/Handboltaskólinn í Þýskalandi.
- Auglýsing -

Janus Daði Smárason var ekki búinn að vera lengi í keppnisbúningi Evrópumeistara SC Magdeburg þegar hann hitti fjölmennan hóp af ungum íslenskum handboltakrökkum sem eru við æfingar þessa vikuna í Magdeburg á vegum Handboltaskólans í Þýskalandi sem Árni Stefánsson hefur haldið úti um árabil af dugnaði og elju.


Janus Daði gekk til liðs við Evrópumeistarana í vikunni og mætti á sína fyrstu æfingu í morgun.

Eftir æfinguna heilsuðu íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon upp á krakkana ásamt fleiri leikmönnum liðs Evrópumeistaranna. Eins og nærri má geta féll það í góðan jarðveg hjá krökkunum sem stóðust ekki mátið að fá myndir af sér með íslensku landsliðsmönnunum.

Ómar Ingi Magnússon fyrir miðri mynd í Handboltaskólanum í Þýskalandi fyrir 10 árum. Mynd/Aðsend

Hver veit nema að einhver þeirra sem nú eru í handboltaskólanum feti í fótspor þremenninganna í framtíðinni? Alltént eru ekki mörg ár liðin síðan Ómar Ingi var á meðal nemenda í Handboltaskólanum í Þýskalandi undir stjórn Árna Stefánssonar.

Íslenski hópurinn frá Handboltaskólanum í Þýskalandi sem heimsótti Evrópumeistara SC Magdeburg í dag Styttan sem Magdeburg vann í Meistaradeild Evrópu í júní er með á myndinni. Mynd/Handboltaskólinn í Þýskalandi

Margar myndir frá heimsókn krakkanna er að finna á Facebook-síðunni – Handboltaskólinn í Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -