- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Janus Daði sagður á leiðinni til Barcelona

- Auglýsing -

Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik gengur að öllu óbreyttu til liðs við Barcelona næsta sumar samkvæmt frétt Mundodeportivo, dagblaðs í Barcelona í kvöld. Fullyrt er að Janus Daði leysi af Domen Makuc sem kveður Barcelona og verður liðsmaður THW Kiel frá og með næstu leiktíð.

Janus Daði er sagður vera með boð um þriggja ára samning við Barcelona, frá 2026 til 2029, og fátt standi í veginum fyrir samkomulagi.


Samningur Janusar Daða við ungverska liðið Pick Szeged rennur út næsta sumar.

Mundodeportivo segir að aðeins standi nokkur formsatriði út af borðinu áður en samningur Barcelona við Janus Daða er í höfn. Fátt geti komið í veg fyrir að samningar takist.

Þar með gæti farið svo að tveir Íslendingar leiki með spænska stórliðinu frá og með leiktíðinni 2026 en fyrir er Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -