- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jokanovic ekki með skráðan samning – Króatinn er löglegur

Pavel Miskevich og Petar Jokanovic t.h. markverðir ÍBV bera saman bækur sínar. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Athygli vakti meðal þeirra sem fylgdust með leik ÍBV og Vals í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld að hvorki Petar Jokanovic, markvörðurinn þrautreyndi og vinstri skyttan Marino Gabrieri léku með ÍBV. Sá síðarnefndi gekk til liðs við ÍBV í sumar en Jokanovic hefur verið í leikmaður ÍBV í fimm ár.

Útrunninn samningur

Eftir því handbolti.is kemst næst þá var leikmannasamningur Jokanovic útrunninn og ekki tókst að skila inn nýjum samningi fyrir klukkan 16 í dag á leikdegi. Árum saman hefur það verið skýrt að hvorki leikmannasamningar né félagaskipti eru færð til bókar eftir að skrifstofa HSÍ er lokað.

Gabrieri er með skráðan samning og gild skipti

Öllu óskiljanlegra er að Króatinn Marino Gabrieri hafi ekki verið á leikskýrslu. Þegar félgasskiptasíða HSÍ er skoðuð þá voru skipti hans til ÍBV frá Króatíu afgreidd 3. september. Þar á ofan er hann með skráðan leikmannsamning við ÍBV til ársins 2026 eins og sjá má við leit í skrá yfir gilda leikmannasamninga heimasíðu HSÍ.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -