- Auglýsing -
Drengirnir í 5. flokki karla hjá KA fylgdu eftir sigri stúlknaliðs KA/Þór í morgun og unnu einnig úrslitaleik Norden Cup-mótsins í handknattleik í Gautaborg. KA-drengirnir unnu sænskt félagslið, Kärra HF, 18:16, í jöfnum og spennandi úrslitaleik. Eins og stelpurnar þá unnu strákarnir fimm af sex viðureignum sínum á mótinu.
KA-drengirnir lögðu danska liðið HEI að velli 20:19 eftir ótrúlegan karakter í áhugaverðum leik í 8-liða úrslitunum. Þeir burstuðu norska liðið Kolbotn 25:13 í undanúrslitunum í gær.
FH vann gullverðlaun á Norden Cup-mótinu fyrir tveimur árum í sama aldursflokki og KA.
- Auglýsing -



