- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór áfram efst og ósigrað – Valur vann einnig

Lydía Gunnþórsdóttir skoraði sjö mörk og var markahæst hjá KA/Þór í leiknum við FH. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


KA/Þór er áfram ósigrað í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Í kvöld vann KA/Þór lið FH, 29:23, í síðasta leik sjöttu umferðar. Leikið var í KA-heimilinu á Akureyri. Staðan í hálfleik var 15:9.

Akureyrarliðið réði lögum og lofum í leiknum frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Allan síðari hálfleik var munurinn sex til átta mörk.

KA/Þór er tveimur stigum á undan HK sem vann Berserki í gær og Aftureldingu sem lagði Víking á föstudagskvöldið. Ljóst virðist að þessi þrjú lið skera sig nokkuð úr öðrum liðum deildarinnar um þessar mundir.

Valur vann Reyjavíkurslaginn

Á svipuðum tíma og KA/Þór og FH mættust nyrðra vann Valur2 lið Fram2, 29:27. Fram og Valur eru í næstu sætum á eftir með toppliðunum þremur.

Eins og nær alltaf þegar Reykjavíkurliðin mætast er hart tekist á og mjótt er á munum.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

KA/Þór – FH 29:23 (15:9).
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 7/4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 6, Susanne Denise Pettersen 3, Aþena Einvarðsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1, Selma Sól Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 6, 28,6% – Sif Hallgrímsdóttir 0.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 6, Dagný Þorgilsdóttir 4, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 3, Eva Gísladóttir 3, Ena Car 2, Fanney Þóra Þórsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Telma Medos 1, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3, 9,4%.

Valur2 – Fram2 29:27 (14:15).
Mörk Vals2: Ásrún Inga Arnarsdóttir 10, Ágústa Rún Jónasdóttir 5, Arna Karitas Eiríksdóttir 5, Guðrún Hekla Traustadóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Laufey Helga Óskarsdóttir 1, Sólveig Þórmundsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 19.
Mörk Fram2: Sóldís Rós Ragnarsdóttir 9, Sara Rún Gísladóttir 8, Sara Rún Gísladóttir 7, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 2, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 15.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Grill 66-deild kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -