KA/Þór hefur tryggt sér sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik á nýjan leik en liðið féll úr deildinni síðasta vor. KA/Þór er deildarmeistari í Grill 66-deild kvenna. Þegar þrjár umferðir eru eftir óleiknar getur ekkert lið komist upp fyrir KA/Þór þótt svo færi að liðið tapaði þeim viðureignum sem eru eftir. Þessi staðreynd liggur fyrir að loknum 11 marka sigri KA/Þórs á FH í Kaplakrika í dag í 15. umferð Grill 66-deildar, 31:20
KA/Þór hefur unnið 13 leiki af 15 í deildinni og gert tvö jafntefli við Aftureldingu og HK á útivelli.
Eins og í flestum leikjum sínum í Grill 66-deildinni í vetur þá hafði KA/Þór talsverða yfirburði. Þegar fyrri hálfleikur var að baki var forskotið þegar orðið 11 mörk. Jónatan Þór Magnússon, sem tók við þjálfun KA/Þórs síðasta sumar gat þar með gefið sem flestum leikmönnum tækifæri á að spreyta sig í síðari hálfleik.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 7, Thelma Dögg Einarsdóttir 4, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Dagný Þorgilsdóttir 1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Telma Medos 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 4, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 4.
Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 7, Aþena Einvarðsdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 5, Elsa Björg Guðmundsdóttir 4, Susanne Denise Pettersen 4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 12, Sif Hallgrímsdóttir 5.
Tölfræði leiksins hjá HBritara.