- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þór jafnaði metin í háspennuleik

Hulda Bryndís Tryggvadóttir, KA/Þór, Anna Þyrí Ólafsdóttir, KA/Þór í leik við Val. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar KA/Þórs hafa jafnað metin í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik eftir þriggja marka sigur, 26:23, í KA-heimilinu í kvöld í annarri viðureign liðanna. Næsti leikur liðanna verður í Origohöllinni á fimmtudagskvöld.


KA/Þórsliðið lék afar vel í fyrri hálfleik og var með sex marka forskot að honum loknum, 15:9. Með þremur mörkum í byrjun síðari hálfleiks var allt í blóma og níu marka forskot hjá KA/Þór. Valsliðið hafði ekki sagt sitt síðast orð og neitaði að gefa upp þótt útlitið væri ekki bjart. Vörn Vals styrktist til muna auk þess sem breytt var yfir í sjö manna sóknarleik. Jafnt og þétt saxaðist á forskot KA/Þór sem skoraði ekki nema þrjú mörk á 12 mínútna kafla.


Þegar innan við tvær mínútur voru til leiksloka átti Valur sókn og möguleika á að minnka muninn í eitt mark. Skot Hildigunnar Einarsdóttur fór yfir mark KA/Þórs. Svo virtist sem hún væri hindruð. Dómararnir voru á öðru máli. Ásdís Guðmundsdóttir skorði í framhaldinu 25. mark KA/Þórs og þar með var sigurinn í höfn.


Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 6/4, Aldís Ásta Heimisdóttir 6, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Anna Mary Jónsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1.
Varin skot: Sunna Guðrún Pétursdóttir 11/1, 32,4%.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5/5, Thea Imani Sturludóttir 5/1, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Auður Ester Gestsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Lovísa Thompson 1, Mariam Eradze 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Gísladóttir 7, 25,9% – Andrea Gunnlaugsdóttir 1, 16,7%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -