Ungmennalið KA hafði betur í viðureign sinni við ungmennalið Hauka í síðasta leik 5. umferðar Grill 66-deildar karla í handknattleik í KA-heimilinu í dag. KA-piltar voru talsvert sterkari og höfðu m.a. níu marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki.
KA fór þar upp í fjórða sæti deildarinnar með stigin sín sjö. Liðið er stigi á eftir ungmennaliði Fram sem lagði ÍR í gær. ÍR er með sex stig eftir tvo tapleiki í röð.
Skarphéðinn Ívar Einarsson og Magnús Dagur Jónatansson báru uppi sóknarleik KA-liðsins. Þeir skoruðu samanlagt 17 mörk. Hornamaðurinn Sigurður Snær Sigurjónsson lét mest að sér kveða hjá Haukum.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild karla.
KA U – Haukar U 32:24 (22:13)
Mörk KA U.: Skarphéðinn Ívar Einarsson 9, Magnús Dagur Jónatansson 8, Jens Bragi Bergþórsson 4, Jónsteinn Helgi Þórsson 4, Logi Gautason 3, Leó Friðriksson 2, Aron Daði Bergþórsson 1, Hugi Elmarsson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 14, Óskar Þórarinsson 4.
Mörk Hauka U.: Sigurður Snær Sigurjónsson 7, Birkir Snær Steinsson 4, Jónas Eyjólfur Jónasson 3, Páll Þór Kolbeins 3, Freyr Aronsson 2, Ásgeir Bragi Þórðarson 1, Bóas Karlsson 1, Darri Þór Guðnason 1, Egill Jónsson 1, Jón Brynjar Kjartansson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 8, Ari Dignus Maríuson 3.
Tengt efni:
Grill 66karla: Þórsarar elta Fjölnismenn – Fram lagði ÍR – úrslit og staðan
Grill 66karla: Fjórði sigur Fjölnismanna er staðreynd