ÍR gerði góða ferð á Selfoss og vann heimakonur 37:30 í 14. umferð Olísdeildar kvenna í dag. ÍR hafði fyrir leikinn tapað fjórum síðustu deildarleikjum sínum.
ÍR fór með sigrinum upp fyrir Hauka og er í þriðja sæti með 16 stig. Selfoss vermir enn botninn með aðeins fjögur stig.
Jafnræði var með liðunum fyrri hluta fyrri hálfleiks en þá tók ÍR völdin og komst sex mörkum yfir, 18:12. Selfoss lagaði stöðuna fyrir hálfleik en ÍR var þremur mörkum yfir í hálfleik, 20:17.
ÍR hóf síðari hálfleikinn á því að skora fyrst tvö mörk hans, komst þannig fimm mörkum yfir og var svo átta mörkum yfir í stöðunni 26:18. Eftir það var ekki aftur snúið og ÍR fagnaði að lokum sjö marka sigri.
Mörk Selfoss: Mia Kristin Syverud 8/4, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 6, Marte Syverud 4, Hulda Hrönn Bragadóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3/1, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Sylvía Bjarnadóttir 1, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 6, Sara Xiao Reykdal 4.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 9/5, Vaka Líf Kristinsdóttir 8, Katrín Tinna Jensdóttir 5, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 5, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 11/1, Ingunn María Brynjarsdóttir 0.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

