Meistardeild kvenna í handknattleik hefst á nýjan leik um helgina með látum þegar að 16 bestu kvennalið álfunnar mætast og hefja leið sína að Final4, úrslitahelginni í Búdapest. Þarna má finna lið sem eru komin aftur í deild þeirra bestu eftir mislanga fjarveru, öflug lið sem freista þess að ná krúnunni af þreföldum meisturum Vipers og einnig nokkur ný lið.
Átta viðureignir fara fram um helgina og má búast við því að það verði nóg um spennu, drama og spennandi leikjum í boði og þar á meðal er skandinavískur slagur á milli Vipers og Ikast en það er einmitt leikur helgarinnar að mati EHF.
Leikir helgarinnar
A-riðill:
CSM Búkarest – Odense | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV
- Rúmensku meistararnir hafa byrjað tímabilið vel í rúmensku deildinni og unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni auk þess að leggja erkifjendurna í Rapid 31 – 22 í Meistarakeppni Rúmeníu.
- Ole Gustav Gjekstad, sem stýrði norska liðinu Vipers til sigurs í Meistaradeildinni þrjú ár í röð, söðlaði um í sumar og tók við liði Odense af Ulrik Kikely, sem ráðinn var til Györ.
- Odense þarf aðeins einn sigur í viðbót til þess að rjúfa 30 sigurleikja múrinn í Evrópukeppni og verða þar með 23. liðið til að ná þeim árangri.
- CSM verður án Elizabeth Omoregie og Mihaelu Mihai í leiknum en báðar eru meiddar.
- Liðin hafa mæst tvisvar áður þar sem CSM vann báðar viðureignir. CSM vann í bæði skiptin.
DVSC Schaeffler – Sävehof | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV
- DVSC er komið aftur á meðal þeirra bestu en liðið var síðast í Meistardeildinni tímabilið 2010/11 og vann einn leik af sex í riðlakeppninni.
- Sävehof hefur unnið 16 af þeim 92 leikjum sem liðið tekur tekið þátt í Meistaradeildinni.
- Sænska liðið er með yngsta liðið af þeim 16 sem leika í Meistaradeildinni. Meðalaldur leikmannahópsins er 21 ár.
- Sävehof hefur aldrei tekist að vinna ungverskt lið í Evrópukeppni.
- Af þeim fjórum skiptum sem Sävehof hefur tekið þátt í Meistaradeild kvenna hefur liðinu aðeins einu sinni tekist að komast áfram úr riðlakeppninni.
Buducnost – Bietigheim | sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV
- Buducnost er að hefja sitt 28. tímabil í Meistaradeild kvenna og hefur leikið flesta leiki allra liða, 306. Og eru jafnframt með næst flesta sigurleikina 128.
- Þetta verður frumraun Jakob Vestergaard með þýska meistaraliðið Bietigheim í Meistaradeildinni. Hann tók við þjálfun í sumar af Markus Gaugisch sem er nú landsliðsþjálfari Þýskalands í kvennaflokki.
- Vestergaard var þjálfari Viborg þegar að Bojana Popovic, núverandi þjálfari Buducnost, var leikmaður Viborg og saman unnu þau Meistaradeildina tvö ár í röð 2009 og 2010.
- Þessi lið hafa mæst fjórum sinnum. Þýska liðið hefur unnið einn leik.
Brest – Györ | sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV
- Ef Györ skorar 18 mörk í leiknum mun liðið verða annað í sögu Meistaradeildar kvenna til að rjúfa 8.000 marka múrinn. Aðeins Buducnost hefur tekist það.
- Ulrik Kirkely þjálfari Györ mun stýra liði sínu í fyrsta sinn í Meistaradeild kvenna síðan hann tók við af Ambros Martín í sumar.
- Györ tapaði óvænt í ungversku deildinni í vikunni, 33 – 30, fyrir Mosonmagyarovari.
- Brest hefur ekki gengið vel gegn Györ í Meistaradeildinni til þessa en liðin hafa mæst níu sinnum. Brest hefur tapað fjórum, gert fjögur jafntefli og unnið einn leik.
B-riðill:
Ikast – Vipers | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV
- Ríkjandi meistarar, Vipers, halda inn í nýtt tímabil með nýjan þjálfara. Ole Gustav Gjekstad hætti í sumar eftir fimm ára starf og við starfi hans tók Tomas Hlavaty. Hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins.
- Marketa Jerabkova, sem var næst markahæst á síðustu leiktíð, mun nú mæta sínum fyrrverandi félögum í Vipers.
- Eftir fimm ár snýr Ikast nú aftur í deild þeirra bestu. Ikast vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð og hefur ekki tapað 11 Evrópuleikjum í röð.
- Kasper Christensen þjálfari Ikast er á sínu fjórða tímabili með liðið.
- Liðin hafa aldrei áður leitt saman kappa sína.
Lublin – Krim | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV
- Pólska liðið Lublin tekur nú þátt í Meistaradeild kvenna í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011/2012.
- Lublin stólar að mestu leyti á heimakonur en þó hefur liðið á að skipa tveimur slóvenskum leikmönnum, einum frá Brasilíu og einum Serba.
- Bozena Karkut hefur þjálfað Lublin frá árinu 2000.
- Þetta er hins vegar 29. tímabilið sem Krim tekur þátt í Meistaradeild kvenna, oftast allra liða.
- Krim mætir með þrjá nýja leikmenn til leiks á þessari leiktíð. Itana Grbic, Tatjana Brnovic og Tamara Mavsar komu allar til liðsins í sumar.
- Liðin hafa ekki mæst áður.
FTC – Metz | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV
- Franska liðið er að taka þátt í Meistaradeild kvenna í 25. sinn og er með næst yngsta leikmannahópinn. Metz tókst að semja við fjóra sterka leikmenn í sumar; Alinu Grijseels, Anne Mette Hansen, Lucie Granier og Djazz Chambertin.
- Metz féll út í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð.
- Ungverska liðið mætir til leiks með nýjan mann í brúnni. Martin Albertsen sem tók við af hinum goðsagnarkennda Gabor Elek sem hætti eftir 16 ár í stóli þjálfara.
- FTC verða án Aniko Cirjenics-Kovacsics. Hún þurfti að fara í aðgerð á öxl.
- Þetta verður í 21. sinn sem þessi lið mætast. FTC hefur unnið tíu sinnum, tvisvar hefur orðið janftefli og Brest hefur unnið íníu skipti.
Esbjerg – Rapid Búkarest | sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV
- Esbjerg mætir til leiks nánast með óbreytt lið frá síðustu leiktíð. Aðeins Rikke Iversen bættist í hópinn.
- Jesper Jensen er nú á sínu sjöunda ári sem þjálfari Esbjerg og jafnframt það síðasta. Næsta sumar snýr Jensen sér alfarið að þjálfun danska kvennalandsliðsins.
- Það hafa ekki heldur orðið miklar breytingar á rúmenska liðinu frá síðustu leiktíð. Liðið fékk þrjá nýja leikmenn til liðs við sig í sumar; Laura Kanor, Lara Gonzalez og Mathilde Neesgaard.
- Þetta er annað tímabil Rapid í Meistaradeild kvenna.
- Liðin hafa mæst tvisvar sinnum og unnið sinn leikinn hvort.