- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kapphlaupið um sæti í undanúrslitum hefst

Ungverska landsliðskonan Katrin Klujber sem hér freistar þess að skora úr aukakasti verður í eldlínunni með stöllum sínum í FTC í átta liða úrslitum Meistaradeildar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Átta lið hefja um helgina baráttu um fjögur laus sæti í Final4, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handknattleik kvenna, sem fer fram í Búdapest í byrjun júní.

Leikur helgarinnar að mati EHF er viðureign ungverska liðsins FTC og frönsku meistaranna í Metz. Ungverska liðið fær það erfiða verkefni að ryðja úr vegi besti liði riðlakeppninnar. Hitt ungverska liðið í keppninni, Györ, fer til Danmerkur og mætir Danmerkurmeisturum Odense. Leikmenn Györ vonast til að endurtaka leikinn frá tímabilinu 2018/19 þegar liðið sló danska liðið út í 8-liða úrslitum.

Á sunnudaginn verður boðið uppá tvöfalda baráttu á milli Rúmeníu og Skandinavíu. Rapid Búkaresti tekur á móti Evrópumeisturum í Vipers og CSM Búkaresti freistar þess að hefna ófaranna gegn Esbjerg á síðustu leiktíð þegar danska liðið hafði betur í 8-liða úrslitunum.

Síðari umferð átta liða úrslita fer fram eftir viku.

Leikir helgarinnar

Laugardagur

FTC – Metz | kl 14 | Beint á EHFTV

  • Metz fór beint í 8-liða úrslitin eftir að hafa unnið B-riðil. FTC vann hins vegar Buducnost í útsláttakeppninni.
  • FTC er í ellefta sinn á 23 árum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
  • Franska liðið hefur leikið níu leiki í röð án taps í keppninni. Síðast tapaði liðið fyrir Odense í október.
  • Bruna de Paula er markahæst í liði Metz í Meistaradeildinni með 77 mörk. Katrin Kljuber er markahæst í liði FTC. Hún hefur skorað 100 mörk auk 50 stoðsendinga.
  • Liðin hafa mæst 11 sinnum áður. Ungverska liðið hefur fimm sinnum unnið, franska liðið fjórum sinnum. Einu sinni hefur orðið jafntefli.
  • FTC gerði sér lítið fyrir og vann Györ í úrslitaleik ungverska bikarsins um síðustu helgi 28 – 27. Á sama tíma tryggði Metz sér franska meistaratitilinn með því að vinna Celles-sur-Belles 40 – 20.

Odense – Györ | kl 16 | Beint á EHFTV

  • Danska liðið er aftur komið í 8-liða úrslitin eftir fjögurra ára fjarveru.
  • Odense hefur ekki tekist að vinna Györ í sex viðureignum. Einu sinni hefur leik liðanna lokið með jafntefli.
  • Odense komst í 8-liða úrslit með því að slá út norska liðið Storhamar. Györ fór beint í 8-liða úrslitin með því að lenda í 2. sæti í B-riðli. Tvö efstu lið hvers riðils hlupu yfir fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
  • Györ er með besta varnarliðið í Meistaradeildinni. Liðið hefur fengið á sig 24,78 mörk að meðaltali í leik keppninnar á tímabilinu.

Sunnudagur

Rapid Búkaresti – Vipers | kl 12 | Beint á EHFTV

  • Rapid er eitt af fjórum liðum sem enn er taplaust á heimavelli á þessu tímabili.
  • Ríkjandi meistarar Vipers hafa á að skipa besta sóknarlið í Meistaradeildinni með 32,5 mörk skoruð að meðaltali í leik.
  • Markéta Jerabková er markahæst í liði Vipers með 96 mörk.
  • Ivana Kapitanovic markvörður Rapid hefur varið flest vítaköst í Meistaradeildinni, 13 af 34. Enginn markvörður hefur varið fleiri skot að meðaltali í leik en Katrine Lunde markvörður Vipers. Hún hefur varið 12,1 skot í leik.
  • Aðgöngumiðar á leikinn seldust upp á tæpum klukkutíma.
  • Vipers setur stefnuna á að komast í Final4 þriðja árið í röð en liðið hefur unnið Meistaradeildina undanfarin tvö ár.

Esbjerg – CSM Búkaresti | kl 14 | Beint á EHFTV

  • Þessi lið áttust einnig við í 8-liða úrslitunum á síðustu leiktíð. Danska liðið vann með minnsta mun, 53 – 52.
  • Esbjerg hefur unnið sjö heimaleiki og tapað einum – gegn CSM
  • Tvær af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar mætast í leiknum. Henny Reistad leikmaður Esbjerg er markahæst með 121 mark og Cristina Neagu leikmaður CSM er í öðru sæti með 105 mörk.
  • Danska liðið er með næst besta sóknarliðið í Meistaradeildinni með 31,8 mörk að meðaltali Rúmenska liðið er ekki langt undan með 31,1 mark að meðaltal í leik.
  • Aðeins eitt lið, Metz, hefur tapað færri útileikjum á þessu tímabili en CSM sem hefur unnið fimm af sjö útileikjum sínum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -