- Auglýsing -

Karakter og vilji var fyrir hendi til að ljúka mótinu faglega

- Auglýsing -


„Ég er virkilega ánægður með þennan stóra sigur í síðasta leiknum á EM. Liðið lék afar vel bæði í vörn og sókn. Sérstaklega var 5/1 vörnin góð. Okkur tókst að þvinga Tyrki í að gera marga tæknifeila. Einnig var Ingunn [María Bryjarsdóttir] frábær í markinu. Okkur tókst að fá mörg hraðaupphlaup, ná í ódýr mörk sem okkur vantaði á tíðum í mótinu,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðsins eftir sigur á Tyrkjum, 36:24, í síðasta leiknum á EM í morgun.


„Uppstilltur sóknarleikur var einnig frábær. Okkur tókst að opna tyrknesku vörnina hvað eftir annað,“ sagði Ágúst Þór sem hrósaði liðsheildinni að þessu sinni.

„Leikmenn voru orðnir þreyttir enda var þetta áttundi leikurinn á skömmum tíma. Karakterinn og viljinn var hinsvegar fyrir hendi til þess að ná í einn sigur í viðbót og klára mótið á faglegan hátt. Sanngjarn og stór sigur. Ég er mjög ánægður með að tryggja fimmtánda sætið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðsins í dag.

Ísland kvaddi EM með stórsigri á Tyrkjum

EM19-’25: Úrslit í leikjum í krossspili og um sæti

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -