- Auglýsing -
- Auglýsing -

Karlalandsliðið laðar að sér áhorfendur – vinsældirnar fara vaxandi

Ýmir Örn Gíslason, Viktor Gísli Hallgrímsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Stiven Tobar Valencia og Elliði Snær Viðarsson landsliðsmenn í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Karlalandsliðið í handknattleik er áfram eitt allra vinsælasta íþróttalið landsins og laðar ekki aðeins Íslendinga með sér á völlinn þegar keppt er hér á landi og utanlands heldur lokkar það almenning að sjónvarpstækjunum í vaxandi mæli. Á vef RÚV segir að fimmta árið í röð voru leikir karlalandsliðsins í handknattleik vinsælasta sjónvarpsefnið í flokki íþróttaútsendinga árið 2023.


Á lista yfir 20 vinsælustu beinu útsendingum frá landsleikjum á árinu 2023 eru leikir karlalandsliðsins í handknattleik í 10 af 12 efstu sætunum.

Flestir horfðu á viðureign Íslands og Ungverjalands í riðlakeppni HM sem spilaður var 14. janúar 2023. „Hann fékk 51,6% áhorf og 57,7% uppsafnað áhorf. Uppsafnað áhorf þýðir þá sem horfðu í a.m.k. fimm mínútur samfleytt,“ segir í frétt RÚV.

Teknir eru allir leikir sem sýndir voru á RÚV, RÚV 2, Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Síminn og Viaplay eru hins vegar ekki inni í rafrænum ljósvakamælingum Gallup, segir á vef RÚV þar sem hægt er að sjá listann í heild sinni.

Ekki aðeins hélt karlalandsliðið miklum vinsældum sínum á milli ára heldur virtist áhugi fyrir útsendingum frá leikjum liðsins vaxa frá árinu 2022 og enn meira þegar litið er aftur til ársins 2021.

Stemning á landsleik í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Til samanburðar má nefna að vinsælasti leikur landsliðsins árið 2022 var eftirminnileg viðureign við franska landsliðið á Evrópumótinu það ár. Sá leikur fékk fékk 45,8% áhorf.

Árið 2021 fékk viðureign Íslands og Portúgal á HM mest áhorf, 34,4%. Þeir leikir karlalandsliðsins sem fengu mest áhorf 2019 og 2020 voru með frá tæpum 45% og upp í nærri 48 af hundraði meðaláhorf.

Sjá nánar hér í frétt RÚV.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12.jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14.jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16.jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -