- Auglýsing -
Katla María Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Holstebro virðast stefna rakleitt upp í dönsku úrvalsdeildina. Í dag vann liðið auðveldan útisigur á Aarhus, 32:18, í 13. umferð B-deildarinnar og er enn á toppnum með fullt hús stiga.
Holstebro er með 24 stig eftir tólf leiki og á auk þess leik til góða á næstu tvö lið fyrir neðan, sem eru bæði með 18 stig.
Katla María gekk til liðs við Holstebro síðastliðið sumar frá uppeldisfélagi sínu Selfossi. Hún skoraði eitt mark í stórsigri dagsins.
- Auglýsing -



