- Auglýsing -
- Auglýsing -

Katla María valin íþróttakona Selfoss

Katla María Magnúdóttir, leikmaður Selfoss og landsliðskona í handknattleik. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Landsliðskonan Katla María Magnúsdóttir er íþróttakona Ungmennsfélagsins Selfoss 2023 en tilkynnt var um valið á íþróttafólki Selfoss við hátíðlega athöfn í Tíbrá í gærkvöld.


Katla María hefur átt viðburðaríkt ár með Selfoss-liðinu þar sem gengið hefur á ýmsu. Hún var valin í landsliðshópinn sem tók þátt í heimsmeistaramótinu í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð í lok nóvember og framan af desember.

Katla María lék sinn fyrsta landsleik í Noregi og skoraði einnig um leið sín fyrstu mörk fyrir A-landsliðið í sigurleik á Grænlandi í keppninni um forsetabikarinn. Katla María var í sigurliði Íslands í keppninni um bikarinn.

Einar Sverrisson var útnefndur handknattleikskarl Ungmennafélagsins Selfoss en varð að lúta í lægra haldi fyrir Agli Blöndal júdómanni í kjörinu á íþróttakarli félagsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -