- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Katrín Helga og Rut skrifa undir þriggja ára samninga

Rut Bernódusdóttir, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfari Gróttu, og Katrín Helga Sigurbergsdóttir. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleikskonurnar öflugu, Katrín Helga Sigurbergsdóttir og Rut Bernódusdóttir, hafa framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Gróttu til þriggja ára, út tímabilið vorið 2026.


Katrín Helga er fædd árið 2002 og leikur sem skytta. Hún leikur bæði lykilhlutverk í sóknar- og varnarleik Gróttuliðsins. Hún hefur skorað 48 mörk í vetur.


Rut er fædd árið 2001 og leikur sem línumaður. Líkt og Katrín Helga þá leikur hún lykilhlutverk í Gróttuliðinu, bæði í vörn og sókn. Hún hefur skorað 80 mörk með Gróttu í vetur.


„Við lögðum mikla áherslu að halda þessum uppöldu Gróttuleikmönnum í okkar röðum. Þær eru gríðarlega mikilvægar innan sem utan vallar,“ er haft eftir Sigurjóni Friðbirni Björnssyni þjálfara Gróttu í tilkynningu.


Ljóst er að ekkert hik er á forsvarsmönnum og leikmönnum Gróttu. Fleiri leikmenn hafa á síðustu dögum og vikum skrifað undir nýja samning. Má þar nefna Katrínu Önnu Ásmundsdóttur, Ídu Magréti Stefánsdóttur og Þóru Maríu Sigurjónsdóttur.


Grótta er og verður í þriðja sæti Grill 66-deildar á þessari leiktíð og mætir ÍR í fyrstu umferð umspilsins um sæti í Olísdeild kvenna þegar umspilið hefst í næsta mánuði.

Staðan í Grill 66-deild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -