Katrín Helga Sigurbergsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Handknattleiksdeild Gróttu sem gildir út tímabilið 2029. Katrín Helga er 23 ára gömul en hefur engu að síður yfir að ráða mikilli reynslu. Hún hefur leikið 177 leiki með Gróttu og er önnur af tveimur fyrirliðum kvennaliðs Gróttu.
Katrín Helga leikur sem skytta og miðjumaður.
Frábær varnarmaður
„Katrín Helga hefur stimplað sig inn undanfarin misseri sem frábær varnarleikmaður og ein af þeim betri hér á landi. Þess fyrir utan er hún góður skotmaður og stýrir leik Gróttu vel í sókninni. Hún er góður karakter sem smitar út frá sér til yngri leikmanna liðsins. Það gleður mig mikið að hún verði áfram í Gróttuliðinu næstu árin,“ sagði Júlíus Þórir Stefánsson þjálfari Gróttuliðsins í tilkynningu deildarinnar í dag.



