- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kemur í hlut Hauka að mæta Val

Leikmenn Hauka voru skiljanlega ánægðar með sigurinn á Fram og sæti í úrslitum Íslandsmótsins. Mynd/Haukar topphandbolti
- Auglýsing -

Haukar mæta deildar,- og bikarmeisturum Vals í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Haukar unnu Fram í þriðja sinn í dag, að þessu sinni, 27:23, í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal. Staðan í hálfleik var 11:9, Haukum í hag. Þar með vann Hafnarfjarðarliðið þrjár viðureignir í undanúrslitarimmunni en Fram engan. Tveir leikir af þremur fóru í framlengingu.

Samkvæmt þeirri leikjadagskrá sem er að finna á vef HSÍ verður fyrsti úrslitaleikur Vals og Hauka fimmtudaginn 9. maí. Ekki er hægt að útiloka að úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn verði flýtt vegna þess að fjórða og fimmta viðureign í báðum einvígjum undanúrslita falla niður. Væntanlega verður gefið út staðfest leikjadagskrá á morgun, að afloknum frídegi verkalýðsins.

Hvað rakst á annars horn í dagskrá dagsins í handboltanum. Eini starfsmaður handbolta.is gat ekki verið á þremur stöðum nánast á sama tíma. Þess vegna er vísað í nánari umfjöllun um leik Fram og Hauka hjá öðrum fjölmiðlum sem hafa ráð á fleiri starfsmönnum.

Mörk Fram: Kristrún Steinþórsdóttir 9, Alfa Brá Hagalín 4, Berglind Þorsteinsdóttir 4/4, Steinunn Björnsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1,Harpa María Friðgeirsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 5, 23,8% – Andrea Gunnlaugsdóttir 2, 16,7%.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 10/2, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Alexandra Líf Arnarsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Sara Odden 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 9/2, 28,1%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -