- Auglýsing -
Handknattleikstímabilið fer formlega af stað á þriðjudaginn, 31. águst með Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki en þar mætast karlalið Íslandsmeistara Vals og deildarmeistara Hauka.
Leikið verður í Origo höllinni að Hlíðarenda og hefst leikurinn kl. 19.30. Ráðgert er að leikurinn verði í beinni útsendingu á Stöð2 sport.
Meistarakeppnin er snemma á ferðinni þetta árið vegna þátttöku Vals í Evrópukeppni og sökum Coca Cola bikarkeppninnar sem byrjar með 16-liða úrslitum 9. september, viku áður en keppni í Olísdeildinni hefst.
Meistarakeppni kvenna verður leikin sunnudaginn 5. september. Þá mætast Íslandsmeistarar KA/Þórs og Fram í KA-heimilinu.
- Auglýsing -