Knútur Gauti Kruger tryggði ungmennaliði Vals annað stigið í viðureign við Hörð frá Ísafirði í Grill 66-deild karla í handknattleik í Origohöllinni í dag. Knútur Gauti skoraði jöfnunarmarkið á síðustu sekúndu, 24:24, en Valur var tveimur mörkum undir þegar skammt var til leiksloka.
Í hálfleik var Valur þremur mörkum yfir. Harðarmenn komu sem grenjandi ljón til leiks í síðari hálfleik og sneru leiknum sér í hag. Þeim hélst ekki á forskotinu til enda og verða að sætta sig við fara aðeins með annað stigið heim.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Vals U.: Daníel Örn Guðmundsson 7, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 5, Atli Hrafn Bernburg 3, Hlynur Freyr Geirmundsson 3, Tómas Sigurðarson 2, Knútur Gauti Kruger 2, Dagur Leó Fannarsson 1, Jakob Felix Pálsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 14.
Mörk Harðar: Jose Esteves Neto 10, Endijs Kusners 4, Tugberk Catkin 4, Daníel Wale Adeleye 2, Axel Sveinsson 1, Guilherme Carmignoli Andrade 1, Sudario Eidur Carneiro 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 9.
Grill 66karla: Tækifærið gekk Þórsurum úr greipum – ÍR á ný í toppbaráttu