- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Komust áfram eftir vítakeppni í Prag

Óskar Ólafsson leikmaður Drammen í Noregi. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Óskar Ólafsson og félagar hans í norska liðinu Drammen komust áfram í 16-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í gær eftir ævintýralegan sigur á Dukla Prag í síðari viðureign liðanna sem fram fór í Prag.


Drammen tapaði með einu marki á heimavelli, 29:28, fyrir rúmri viku en sneri dæminu við í Prag í gær og vann með sömu markatölu, 29:28. Þá var gripið til þess ráðs að fara í vítakeppni. Í henni hafði norska liðið betur, 4:2, og fagnaði þar með sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju um miðjan febrúar.

Hvorki Óskar né hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg skoruðu fyrir Drammen í leiknum í Prag í gær.


Liðin sem komust í 16-liða úrslit eru:


Talent tym Plzenskeho kraje (Tékkalandi).
AC PAOK (Grikklandi).
Drammen HK (Noregi).
Nærbø IL (Noregi).
AHC Potaissa Turda (Rúmeníu).
HC Victor (Rússlandi).
HSC Suhr Aarau (Sviss).
IFK Skövde HK (Svíþjóð).

SKA Minsk (Hvíta-Rússlandi).
HCB Karvina (Tékklandi).
Handball Esch (Lúxemborg).
CSM Focsani 2007 (Rúmeníu).
CS Minaur Baia Mare (Rúmeníu).
SKIF Krasnodar (Rússlandi).
SGAU-Saratov (Rússlandi).
Alingsås HK (Svíþjóð).

Dregið verður í 16-liða úrslit fyrir hádegið á morgun, þriðjudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -